Vor
Vorið kom með vindinum

Vonin bundin í moldinni

Brún brekkan
tældi, blekkti,
neyddi mig til að níðast á arfanum,
nýsprottnum, montnum spírunum.

Þær uggðu ekki að gírugum gúmmíhönskunum
sem vöktu yfir grænu illgresinu.

 
Kristjana Unnur Valdimarsdóttir
1947 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Vor
Bútar
Orðin
Regndropar
Gefðu þér leyfi
Lífshlaup