Civic
02/01 '99

Þú komst inn í líf mitt jafn sviplega og þú fórst,
það brotnaði partur af mér þegar þú dóst.
Ég var á gangi einn dag er ég fyrst þig sá
og ég vissi um leið að ég varð þig að fá.
Ég var þolinmóður og beið með ró eftir þér,
en ég var að springa innra með mér.
Svo seinna það sumar við fundum hvort annað,
og gerðum margt saman sem er bannað.
Ég man þann roða sem einkenndi þig,
ég man þegar þú sagðist elska mig.
Ég mun aldrei gleyma okkar samverustundum
og þeim tilfinningum sem við saman fundum.
Þú varst árum yngri en það skipti ekki máli,
með þér var ég varinn, umvafinn stáli.
Ég ætlaði að gera þér svo margt svo gott,
áður en það gerðist varstu numinn á brott,
burt frá mér, þú lést, það var mín sök,
ég dró þig á hálan ís, í gegnum vök.
Og enn ég leita að einhverri sem þér líkist,
hann er að eilífu veikur sá sem sýkist.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...
Fyrsti bíllinn minn, bezti bíll í heimi. Ég drap hana mánuði eftir að ég fékk prófið og hef ekki jafnað mig á því enn


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð