Einhver annar
3/10 '00
Það er einhver annar sem andar,
í einrúmi kemur og snertir mig.
Eins og skip sem á skeri strandar
ég sé þjótandi líf og þig.
Það er einhver annar sem snertir,
strýkur mér án þess að vera.
Sál mína og líkama ertir
að hafa heim á herðum að bera.
Það er einhver annar sem talar,
hljómar í höfði sem skerandi vein.
Lífið og litir nú dofna og dala
og huga minn átt þú nú ein.
Það er einhver annar sem sefur,
langþráð værð á mér hvílir.
Nálægð þín friðinn mér gefur
og hugsun þín mér skýlir.
Það er einhver annar sem andar,
í einrúmi kemur og snertir mig.
Eins og skip sem á skeri strandar
ég sé þjótandi líf og þig.
Það er einhver annar sem snertir,
strýkur mér án þess að vera.
Sál mína og líkama ertir
að hafa heim á herðum að bera.
Það er einhver annar sem talar,
hljómar í höfði sem skerandi vein.
Lífið og litir nú dofna og dala
og huga minn átt þú nú ein.
Það er einhver annar sem sefur,
langþráð værð á mér hvílir.
Nálægð þín friðinn mér gefur
og hugsun þín mér skýlir.