Einu sinni enn
28/12 '98
Einu sinni enn á hálum ís ég renn,
storka lífi og dauða í senn.
Atburðarrás er hröð, á mér hvílir sú kvöð,
að komast sem fyrst úr þessari martröð.
Ég hef lifað of hratt, úr lífinu vatt
mér orku til að standa upp er ég datt.
Enginn verður biskup óbarinn, rakinn er farinn,
og nú eltir mig á röndum syndaskarinn.
Komið er að uppgjörsstund, missi alla meðvitund,
þetta átti ekki að fara á þessa lund.
Myrkur, sverta, allt íkring, allt snýst í hring,
eilíft tjón verður afleiðing.
Sálarsárin gróa seint, reyndar aldrei, óbeint,
alltaf geymt, aldrei gleymt.
Einu sinni enn á hálum ís ég renn,
storka lífi og dauða í senn.
Atburðarrás er hröð, á mér hvílir sú kvöð,
að komast sem fyrst úr þessari martröð.
Ég hef lifað of hratt, úr lífinu vatt
mér orku til að standa upp er ég datt.
Enginn verður biskup óbarinn, rakinn er farinn,
og nú eltir mig á röndum syndaskarinn.
Komið er að uppgjörsstund, missi alla meðvitund,
þetta átti ekki að fara á þessa lund.
Myrkur, sverta, allt íkring, allt snýst í hring,
eilíft tjón verður afleiðing.
Sálarsárin gróa seint, reyndar aldrei, óbeint,
alltaf geymt, aldrei gleymt.