Fíkn
31/12 '00
Fíkn
Látunum ætlar aldrei að linna,
langt hann er leiddur og reynir,
sæluna sína að finna,
í baði svita hann liggur og dreymir.
Sársaukinn hverfur og nístir inn að beini,
svimi og sorti er fyrir augum.
Enginn annar þjáist, hann er sá eini,
öll hornin eru full af draugum.
Hann sér ljá, hann sér mann,
hann sér dauðann læðast aftan að sér.
Hann sér þá sem hann ann,
hverfa burt frá sjónum sér.
Svo augu hans opnast,
og ljósið skín svo skært,
honum hefur hlotnast
heiminn þar sem allt er svo tært.
En skyndilega sér hann skugga,
sverta færist í átt til hans.
Þar er enginn til að hugga
huga deyjandi manns.
Fíkn
Látunum ætlar aldrei að linna,
langt hann er leiddur og reynir,
sæluna sína að finna,
í baði svita hann liggur og dreymir.
Sársaukinn hverfur og nístir inn að beini,
svimi og sorti er fyrir augum.
Enginn annar þjáist, hann er sá eini,
öll hornin eru full af draugum.
Hann sér ljá, hann sér mann,
hann sér dauðann læðast aftan að sér.
Hann sér þá sem hann ann,
hverfa burt frá sjónum sér.
Svo augu hans opnast,
og ljósið skín svo skært,
honum hefur hlotnast
heiminn þar sem allt er svo tært.
En skyndilega sér hann skugga,
sverta færist í átt til hans.
Þar er enginn til að hugga
huga deyjandi manns.