Hér átti ég heima
24/10 '00

Hér átti ég heima

Litnum týndu mínir dagar,
töpuðust með æskunnar tíma,
þegar veröldin var einföld
og vakti á nóttunni.
Maður sagði við mig:
“Mundu þetta þorp,
þetta er þitt, hér áttu heima”.

Blóm bæjarins sofnuðu,
meðan ég eltist og burtu fór.
Í viðjum borgarinnar velktist,
það vor varð ég stór.
Ég sagði við sjálfan mig:
“Mundu þessa borg,
hún er þín, hér áttu heima”.

Dofnuðu, dóu ísalands eldar,
draumar að heiman sig teygðu.
Greip mig þrá til gjörvallar veraldar
sem beið mín, grátandi.
Eitthvað sagði við mig:
“Mundu þetta land,
það er þitt, hér áttu heima”.

Fallinn úr faðmi ævintýratrjáa,
sem fölnuð felldu lauf.
Aftur sneri sem annar maður
en heyrði vindinn hvísla:
“Manstu þetta land ?
Það var þitt, hér áttir þú heima”.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð