Hér átti ég heima
24/10 '00
Hér átti ég heima
Litnum týndu mínir dagar,
töpuðust með æskunnar tíma,
þegar veröldin var einföld
og vakti á nóttunni.
Maður sagði við mig:
“Mundu þetta þorp,
þetta er þitt, hér áttu heima”.
Blóm bæjarins sofnuðu,
meðan ég eltist og burtu fór.
Í viðjum borgarinnar velktist,
það vor varð ég stór.
Ég sagði við sjálfan mig:
“Mundu þessa borg,
hún er þín, hér áttu heima”.
Dofnuðu, dóu ísalands eldar,
draumar að heiman sig teygðu.
Greip mig þrá til gjörvallar veraldar
sem beið mín, grátandi.
Eitthvað sagði við mig:
“Mundu þetta land,
það er þitt, hér áttu heima”.
Fallinn úr faðmi ævintýratrjáa,
sem fölnuð felldu lauf.
Aftur sneri sem annar maður
en heyrði vindinn hvísla:
“Manstu þetta land ?
Það var þitt, hér áttir þú heima”.
Hér átti ég heima
Litnum týndu mínir dagar,
töpuðust með æskunnar tíma,
þegar veröldin var einföld
og vakti á nóttunni.
Maður sagði við mig:
“Mundu þetta þorp,
þetta er þitt, hér áttu heima”.
Blóm bæjarins sofnuðu,
meðan ég eltist og burtu fór.
Í viðjum borgarinnar velktist,
það vor varð ég stór.
Ég sagði við sjálfan mig:
“Mundu þessa borg,
hún er þín, hér áttu heima”.
Dofnuðu, dóu ísalands eldar,
draumar að heiman sig teygðu.
Greip mig þrá til gjörvallar veraldar
sem beið mín, grátandi.
Eitthvað sagði við mig:
“Mundu þetta land,
það er þitt, hér áttu heima”.
Fallinn úr faðmi ævintýratrjáa,
sem fölnuð felldu lauf.
Aftur sneri sem annar maður
en heyrði vindinn hvísla:
“Manstu þetta land ?
Það var þitt, hér áttir þú heima”.