Hún ein veit
4/11 '00
Hún Ein Veit
Eins og þokan læðist inn dalinn,
hún lext yfir líkama minn.
Linar sársauka manns sem er kvalinn,
sleikir dropa af tárvotri kinn.
Veitir unað sem aldrei áður,
án hennar lifi ég ei.
Sælunni sætu er ég háður,
sem svíður segi ég nei.
Skíma ljóss í almyrkvi eymdar
seyðir til sín saklausan pilt.
Grefur upp minningar löngu gleymdar,
grætir sem regnið villt.
Kaldri kveðju til mín kastar
og kyssir mig á kinn.
Slær mig fastar og fastar
að ég fái hana ekki um sinn.
Læðist ég út að nóttu,
laumast ég hennar til.
Veit af öllum sem að henni sóttu,
en hún ein veit hvað ég vil.
Hún Ein Veit
Eins og þokan læðist inn dalinn,
hún lext yfir líkama minn.
Linar sársauka manns sem er kvalinn,
sleikir dropa af tárvotri kinn.
Veitir unað sem aldrei áður,
án hennar lifi ég ei.
Sælunni sætu er ég háður,
sem svíður segi ég nei.
Skíma ljóss í almyrkvi eymdar
seyðir til sín saklausan pilt.
Grefur upp minningar löngu gleymdar,
grætir sem regnið villt.
Kaldri kveðju til mín kastar
og kyssir mig á kinn.
Slær mig fastar og fastar
að ég fái hana ekki um sinn.
Læðist ég út að nóttu,
laumast ég hennar til.
Veit af öllum sem að henni sóttu,
en hún ein veit hvað ég vil.