Hún ein veit
4/11 '00

Hún Ein Veit

Eins og þokan læðist inn dalinn,
hún lext yfir líkama minn.
Linar sársauka manns sem er kvalinn,
sleikir dropa af tárvotri kinn.
Veitir unað sem aldrei áður,
án hennar lifi ég ei.
Sælunni sætu er ég háður,
sem svíður segi ég nei.

Skíma ljóss í almyrkvi eymdar
seyðir til sín saklausan pilt.
Grefur upp minningar löngu gleymdar,
grætir sem regnið villt.
Kaldri kveðju til mín kastar
og kyssir mig á kinn.
Slær mig fastar og fastar
að ég fái hana ekki um sinn.

Læðist ég út að nóttu,
laumast ég hennar til.
Veit af öllum sem að henni sóttu,
en hún ein veit hvað ég vil.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð