Í Öskjuhlíð
29/01 '01

Í Öskjuhlíð

Á niðdimmri nóvembernóttu náðu þeir mér
Þeir spurðu mig “Hvað ertu að gera hér?”
Þegar stórt er spurt er fátt um svör
svo ég sagðist vera að fremja heimskupör.
Fjörutíuogtveir gaurar með í mínum bíl,
við vorum bara að gera góðan díl
Stakkst inn í klefa, fékk nektina að gefa,
ég sagðist segja satt en þeir drógu það í efa.

Hugsunin heim gerði mig klökkan,
ég varð að komast út og hitta gaur og mökk´ann.
Þeir slepptu mér út, lengra en þá grunaði,
blátt strik í Jálkinn og burtu brunaði.
Ég varð að hitta menn til að kveðja menn,
Kyssa bless heiminn þar sem minningin lifir þó enn.
Þeir segja að lengi lifir í gömlum glæðum
Þeir sögðu “Við vissum að þér við næðum”

Lengra burtu líður með hverjum degi
Magnast meiri blús, meiri tregi.
Loksins komst ég yfir þrána
Loksins tókst mér til að skána.
Blundurinn gæti endað einn daginn
Spurning hverjum það er í haginn.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð