Móðir
26/09 '00
Dagarnir vaka dimmir, næturnar efla drungann.
Unir mér ástrík móðir, hvað hrjáir mig svo ungann?
Líðandi stund mig meiðir með djörfum örlagadansi,
sjálfsagt þykir að stíga spor í stækkandi freistingarfansi.
Æ fleiru fæ ég ekki neitað, fyrir það líður þín sál,
Árekstrar eru nú tíðir meðan lífsins braut er svo hál.
Gráttu því ekki mín móðir þó að tími minn brátt sé á enda.
Af skýjunum ofan mun ég áfram þér ást mína senda.
Gráttu því ekki mín móðir þó að vín, víman og konur
hafi verið mér vinir of góðir,
ég verð ávallt um alla tíð þinn elskandi sonur.
Dagarnir vaka dimmir, næturnar efla drungann.
Unir mér ástrík móðir, hvað hrjáir mig svo ungann?
Líðandi stund mig meiðir með djörfum örlagadansi,
sjálfsagt þykir að stíga spor í stækkandi freistingarfansi.
Æ fleiru fæ ég ekki neitað, fyrir það líður þín sál,
Árekstrar eru nú tíðir meðan lífsins braut er svo hál.
Gráttu því ekki mín móðir þó að tími minn brátt sé á enda.
Af skýjunum ofan mun ég áfram þér ást mína senda.
Gráttu því ekki mín móðir þó að vín, víman og konur
hafi verið mér vinir of góðir,
ég verð ávallt um alla tíð þinn elskandi sonur.