Sarp-Berg
21/8 '00
Í myrkum bíl á myrkum vegi
ek ég í öllu öðru en degi.
Einstaka skilti kasta af sér birtu
og ég nálgast þig sem mest ég megi.
Menningarmánar vaka í öðrum löndum
ég nálgast botninn og fórna höndum
er ég tæmi flösku, klára reyk
og þræði vegi eftir norðurströndum.
Leiðinni lýkur áður en endanum er náð
og er færð veðri og öðru óháð.
Og ég brosi fram af háum kletti
meðan tilveran mín er útmáð.
Í myrkum bíl á myrkum vegi
ek ég í öllu öðru en degi.
Einstaka skilti kasta af sér birtu
og ég nálgast þig sem mest ég megi.
Menningarmánar vaka í öðrum löndum
ég nálgast botninn og fórna höndum
er ég tæmi flösku, klára reyk
og þræði vegi eftir norðurströndum.
Leiðinni lýkur áður en endanum er náð
og er færð veðri og öðru óháð.
Og ég brosi fram af háum kletti
meðan tilveran mín er útmáð.