Spegill Sálarinnar
19/08 '00
Spegill Sálarinnar
Í augum þínum sé ég speglun minnar sálar,
get ekki bætt í barmafullar skálar
reiði minnar gagnvart heimi sem þessum,
því segja allir að ástin sé blessun?
Í augum þínum sé ég allt sem ég þrái
þó að allar mögulegar hömlur mér hái,
skaltu skilja, ég mun láta þig sjá,
þú ert mín, og einn þig að eilífu á.
Í augum mínum sérðu angist og kvöl,
brennandi kista hulin moldu og möl,
logandi hraun sem salt í mín sár,
ég hef fengið að þjást öll mín ár.
Í augum mínum sérðu sem aldrei fyrr
eilíft myrkur sem flæðir inn um dyr.
Þær standa mér opnar alla mína tíð
þar stendur maður með ljá og segir “Ég bíð”.
Spegill Sálarinnar
Í augum þínum sé ég speglun minnar sálar,
get ekki bætt í barmafullar skálar
reiði minnar gagnvart heimi sem þessum,
því segja allir að ástin sé blessun?
Í augum þínum sé ég allt sem ég þrái
þó að allar mögulegar hömlur mér hái,
skaltu skilja, ég mun láta þig sjá,
þú ert mín, og einn þig að eilífu á.
Í augum mínum sérðu angist og kvöl,
brennandi kista hulin moldu og möl,
logandi hraun sem salt í mín sár,
ég hef fengið að þjást öll mín ár.
Í augum mínum sérðu sem aldrei fyrr
eilíft myrkur sem flæðir inn um dyr.
Þær standa mér opnar alla mína tíð
þar stendur maður með ljá og segir “Ég bíð”.