Verzlunarmannahelgi
20/02 '00
Kvöld eitt í ágúst í kúlulaga tjaldi,
kneyfa ég veigar sem mest ég má.
Orðinn nokkuð viss um að heiminum ég valdi,
er villtist þú til mín og ég fékk þig að sjá.
Bauð ég þér af birgðum mínum,
af búsi hér eigum nóg.
Að tveimur flöskum og fleiri tímum,
fannst okkur við fær í flestan sjó.
Reikul í spori við röltum af stað,
ræddum hvors annars reynsluheim.
Brátt fundum við sprænu og fórum í bað,
fíluðum ekki fötin og gleymdum þeim.
Neðannaflaæfingar stunduðum af mikilli þrá,
nutum hvors annars undir himni berum.
Svo margt sem við gerðum sem alls ekki má,
og mér til ama, ég veit við aldrei aftur gerum.
Kvöld eitt í ágúst í kúlulaga tjaldi,
kneyfa ég veigar sem mest ég má.
Orðinn nokkuð viss um að heiminum ég valdi,
er villtist þú til mín og ég fékk þig að sjá.
Bauð ég þér af birgðum mínum,
af búsi hér eigum nóg.
Að tveimur flöskum og fleiri tímum,
fannst okkur við fær í flestan sjó.
Reikul í spori við röltum af stað,
ræddum hvors annars reynsluheim.
Brátt fundum við sprænu og fórum í bað,
fíluðum ekki fötin og gleymdum þeim.
Neðannaflaæfingar stunduðum af mikilli þrá,
nutum hvors annars undir himni berum.
Svo margt sem við gerðum sem alls ekki má,
og mér til ama, ég veit við aldrei aftur gerum.