Ökuferð
26/12 '00
Á vegi númer eitt
ekið hef ég greitt
mænt á malbikið og
hugsað ekki neitt.
Á fleygiferð
tek fram úr einum enn
tveimur, þremur og fjórum í senn,
við stýrið sit
og horfi á mig hverfa bakvið næsta bíl,
hraðar en hugann dreymir, á móti sól
ökumaður sem land og þjóð ól.
Á vegi númer eitt
ekið hef ég greitt
mænt útum gluggann og
hugsað ekki neitt.
Þar til ég sé í kantinum standa
veru sem líkist anda
þeirra sem ég hef alltaf þráð
Við hittumst á langri leið
þar sem hún eftir mér beið
fyrir æðri máttarvalda náð.
Nú er tíminn til að hægja mína för
koma við í kirkju með vönd og brúðarslör,
hús og börn og allt sem að því lýtur
og áfram ég ek þar til bensínið þrýtur.
Á vegi númer eitt
ekið hef ég greitt
mænt á malbikið og
hugsað ekki neitt.
Á fleygiferð
tek fram úr einum enn
tveimur, þremur og fjórum í senn,
við stýrið sit
og horfi á mig hverfa bakvið næsta bíl,
hraðar en hugann dreymir, á móti sól
ökumaður sem land og þjóð ól.
Á vegi númer eitt
ekið hef ég greitt
mænt útum gluggann og
hugsað ekki neitt.
Þar til ég sé í kantinum standa
veru sem líkist anda
þeirra sem ég hef alltaf þráð
Við hittumst á langri leið
þar sem hún eftir mér beið
fyrir æðri máttarvalda náð.
Nú er tíminn til að hægja mína för
koma við í kirkju með vönd og brúðarslör,
hús og börn og allt sem að því lýtur
og áfram ég ek þar til bensínið þrýtur.