Ökuferð
26/12 '00

Á vegi númer eitt
ekið hef ég greitt
mænt á malbikið og
hugsað ekki neitt.
Á fleygiferð
tek fram úr einum enn
tveimur, þremur og fjórum í senn,
við stýrið sit
og horfi á mig hverfa bakvið næsta bíl,
hraðar en hugann dreymir, á móti sól
ökumaður sem land og þjóð ól.
Á vegi númer eitt
ekið hef ég greitt
mænt útum gluggann og
hugsað ekki neitt.
Þar til ég sé í kantinum standa
veru sem líkist anda
þeirra sem ég hef alltaf þráð
Við hittumst á langri leið
þar sem hún eftir mér beið
fyrir æðri máttarvalda náð.
Nú er tíminn til að hægja mína för
koma við í kirkju með vönd og brúðarslör,
hús og börn og allt sem að því lýtur
og áfram ég ek þar til bensínið þrýtur.  
Ilmbjartur Sumarliðason
1980 - ...


Ljóð eftir Ilmbjart Sumarliðason

Á kvöldin
Aldrei aftur eins
Allt
Auðveldast
Augun
Á ógnarhraða
Breyttu þér
Civic
Dísir
Draumaleit
Dýpi dagsins
Eigin heimur
Einhver annar
Einu sinni enn
Ekki lengur
Engin orð
Eymd örlaganna
Ég hverf
Ég vildi
Ferðin heim
Fíkn
Helsærður
Hér átti ég heima
Hindrun óttans
Hún ein veit
Insomnia
Insomnia II
Í Öskjuhlíð
Lengi vel
Man
Mátturinn
Móðir
Mr. Rowe
Nor-Isl
Of ungur
Reykur
Sarp-Berg
Sekur sakleysingi
Sérðu hvað gerir þig hræddan ?
Spegill Sálarinnar
Tímaþröng
Túr
Útlendingur
Vakna
Verzlunarmannahelgi
Viltu vinna milljón
Það sem ekki má
Þjáningardraumur
Ökuferð