Píkuskrækur
Munkurinn:
Ó, mín hjartans ástar baugabrú,
til þín,
því að engin er sem þú,
hugtrú
hef eg gefið, heyrðu mig:
viltú
afmá þann, sem elskar þig?
Nunnan:
Þó eg nei
kveði við ókjassmálig,
vil eg ei
afmá þann, sem elskar mig.
Munkurinn:
Samt þín mök
hrífa líf á heljarstig.
Nunnan:
Mín er sök
ein ei nein, þótt ærir þig.
Munkurinn:
Hana þá
skemmstu vegu skal fara;
eg vil sjá,
hvort það er þín alvara.
Nunnan:
Skil eg þig,
að þú níðist á mér frekt,
að fella mig,
það er æði karlmannlegt.
Stattu við.
Munkurinn:
Má eg eigi, mér er annt.
Nunnan:
Dálítið.
Munkurinn:
Hitt skal reyna, hvað þú kannt;
eg vil sjá,
hvort þér verður við mig bilt.
Nunnan:
Hana þá,
gjörðu við mig, hvað þú vilt.
Ó, mín hjartans ástar baugabrú,
til þín,
því að engin er sem þú,
hugtrú
hef eg gefið, heyrðu mig:
viltú
afmá þann, sem elskar þig?
Nunnan:
Þó eg nei
kveði við ókjassmálig,
vil eg ei
afmá þann, sem elskar mig.
Munkurinn:
Samt þín mök
hrífa líf á heljarstig.
Nunnan:
Mín er sök
ein ei nein, þótt ærir þig.
Munkurinn:
Hana þá
skemmstu vegu skal fara;
eg vil sjá,
hvort það er þín alvara.
Nunnan:
Skil eg þig,
að þú níðist á mér frekt,
að fella mig,
það er æði karlmannlegt.
Stattu við.
Munkurinn:
Má eg eigi, mér er annt.
Nunnan:
Dálítið.
Munkurinn:
Hitt skal reyna, hvað þú kannt;
eg vil sjá,
hvort þér verður við mig bilt.
Nunnan:
Hana þá,
gjörðu við mig, hvað þú vilt.