

Neonljósin teikna sjálfsmyndir
sínar á blautar göturnar.
Ljóskeilur bílanna skoppa
og leika sér í pollunum.
Syfjulegar mannsmyndir reika
útúr rökkrinu með stýrurnar í augunum.
Þunglamalegir strætisvagnar kjaga
stynjandi um þröngar götur borgarinnar.
Drunur allskonar farartækja
fylla öll vit manns.
Ysinn og þysinn eykst og margfaldast
uns hámarki er náð á annatíma.
´88
sínar á blautar göturnar.
Ljóskeilur bílanna skoppa
og leika sér í pollunum.
Syfjulegar mannsmyndir reika
útúr rökkrinu með stýrurnar í augunum.
Þunglamalegir strætisvagnar kjaga
stynjandi um þröngar götur borgarinnar.
Drunur allskonar farartækja
fylla öll vit manns.
Ysinn og þysinn eykst og margfaldast
uns hámarki er náð á annatíma.
´88