Vorönn/ Verkefni II
Kæri lærimeistari.

Ég skrifa til þín vegna verkefnisins sem þú stettir fyrir.
Verkefnið felst í því að fæðast inní þennan heim og yfirgefa hann svo þegar lífinu er lokið.

Ég var að byrja á meginmálinu þ.e.a.s. tilgangnum, lífinu milli fæðingar og dauða og ég lenti í smá vandræðum.
Vandamálið er að ég finn ekki neinar áreiðanlegar heimildir um tilgang lífsins og hlutverk mannsins hér í þessu jarðneska lífi. Meina, það hlýtur að vera að það sé til einhvers ætlast af mannkyninu og einhver uppskrift hlýtur að vera til.

Þegar verið er að tala um að leyfa hjartanu að ráða þá verð ég alveg ráðvillt því að í þessu stóra verkfni þá treysti ég ekki alveg þessum vöðva inní mér til að ákvarða fyrir mig lífið.

Þegar þú settir okkur þetta verkefni fyrir voru leiðbeiningar þínar um fullkomna hamingju ekki alveg nógu skýrar. Er það tilgangur lífsins að vera fullkomlega hamingjusamur?

Ég er alveg á krossgötum en ég vil standa mig vel og þess vegna leita ég til þín.
Vonandi tekurðu vel í þetta, afsakaðu ónæðið.

Kær kveðja
Nemandi í skóla lífsins.  
Kristjana
1989 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Vorönn/ Verkefni II
Lífið er kvikmynd
Skoðanir
Eikartréð
Svart/hvítt?