Karlmanns grimmd
Nú krumlur illsku,andann kremja,
með kvalarfullu sálar morði.
Því lúkur karlsins stúlku lemja,
og ljúga einnig hverju orði.
Óttinn magnast upp svo ótt,
ótal sárin blóði drjúpa.
Örvætting um hverja nótt,
Nístir hjartað sorgin djúpa.
Níðings orðin klúr og nöpur,
svo neikvætt stúlkan sjálfið hefur.
Um daga svívirt svo tárin döpur,
drjúpa af ótta,hún aldrei sefur.
Bláar kinnar augu bólgin,
brostin öll er funans glóð.
Dauðan vill hún líta dólgin,
svo drjúpi ei lengur úr sárum blóð
með kvalarfullu sálar morði.
Því lúkur karlsins stúlku lemja,
og ljúga einnig hverju orði.
Óttinn magnast upp svo ótt,
ótal sárin blóði drjúpa.
Örvætting um hverja nótt,
Nístir hjartað sorgin djúpa.
Níðings orðin klúr og nöpur,
svo neikvætt stúlkan sjálfið hefur.
Um daga svívirt svo tárin döpur,
drjúpa af ótta,hún aldrei sefur.
Bláar kinnar augu bólgin,
brostin öll er funans glóð.
Dauðan vill hún líta dólgin,
svo drjúpi ei lengur úr sárum blóð