

Ég er vatnið sem rennur niður kinnarnar á þér, rigningin sem lætur maskarann þinn renna til.
Seinasti dropinn sem fellur í glasið áður en það yfirfyllist.
Bleytan sem þú rennur til í á baðgólfinu rétt áður en þú brýtur hvert bein í líkamanum.
Ég er vatnið sem sker djúpa skurði í fjallshlíðarnar.
Ég er áin sem drekkir þér ef þú stendur ekki fast í lappirnar.
Ég er vatnið í brúsanum þínum eftir erfiðar æfingar.
Ég er vatnið sem lekur niður hendur þínar sem þú skvettir framan í þig þegar þér finnst heimurinn vera að hrynja. Ég er vatnið sem fyllir augun þín þegar þig dreymir illa. Svitinn sem lekur niður líkamann þinn.
Andaðu inn í mig og ég leysist upp.
Ég er vatnið sem klýfur steininn þegar það frýs.
ég er vatn en þú ert sjór.
Seinasti dropinn sem fellur í glasið áður en það yfirfyllist.
Bleytan sem þú rennur til í á baðgólfinu rétt áður en þú brýtur hvert bein í líkamanum.
Ég er vatnið sem sker djúpa skurði í fjallshlíðarnar.
Ég er áin sem drekkir þér ef þú stendur ekki fast í lappirnar.
Ég er vatnið í brúsanum þínum eftir erfiðar æfingar.
Ég er vatnið sem lekur niður hendur þínar sem þú skvettir framan í þig þegar þér finnst heimurinn vera að hrynja. Ég er vatnið sem fyllir augun þín þegar þig dreymir illa. Svitinn sem lekur niður líkamann þinn.
Andaðu inn í mig og ég leysist upp.
Ég er vatnið sem klýfur steininn þegar það frýs.
ég er vatn en þú ert sjór.