Ljúfi Morgunnroði
Ó ljúfi morgunnroði gaf mér líf,
ljúfa gerðu ásjónu á vanga.
Sælli liftu von þá létt ég svíf,
í sæta arma hans um veginn langa.


Ó morgunnroði umvefðu hann millt,
mjúkar leggðu varir hans við mínar.
Gef að sæll hann játi loforð gillt,
og gefi mér þar ævi ástir sínar.


Ó morgunnroði ég þrái þennann mann,
hann mjúkt ég kann að elska í varmans eldi.
Af andans krapti og hreinleik guðs ég ann,
svo ævin verður líf í mjúkum feldi  
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...
Laufey Dís


Ljóð eftir Laufey

Kveðjuorð mín
Karlmanns grimmd
Ljúfi Morgunnroði
Þunglyndi
Flateyjar straumar
í gær