Hulda
Jeg hverf til ykkar, helgu rökkurstundir,
í hópinn únga kríng um fróðan gest,
því gott var forðum ykkar vængjum undir
og enn er laungum þetta skjólið best,
þið vinir ástar, vinir allra ljóða
og verndarenglar huldulandsins góða.
Þið kunnið ennþá allar mínar sögur
og alt er geymt, sem mjer var forðum kært,
og orðin streyma ennþá létt og fögur
og allar raddir kveða hreint og skært,
og jeg er sjálfur, ungur eins og forðum
og alt er það í sínum gömlu skorðum.
Jeg man hve fyrri fyrir sjónum mínum
í fögrum ljóma álfabygðin stóð,
er hæðir Saga drap úr dróma sínum
og dularhamur leið af bjargaslóð
og sem úr móðu háar hallir runnu,
þar sem hulduljósin öllum kvöldum brunnu.
Er napur vetur nístir jörðu bera
og næturvindur pínir ýlustrá,
hjá þjer er, Hulda, værast þá að vera
og vor og sólskin þínum grundum á;
þá festir æskan fyrstu rætur sínar
sem fjallablóm við silfur lindir þínar.
En sögum sínum börnin einlægt breyta,
uns bæði þau og sagan verða ný,
og tvö og tvö, þau loks úr hópnum leita
og leynast þínum bjargafylgsnum í,
hið fyrsta sinn, er orðið best að eyra,
sem aungum nema þjer er leyft að heyra.
Og oft til þinna álfasala gánga
jeg aldinn vin á fögru kvöldi sá,
og æskubrosin vitja grárra vánga
er vinum horfnum fyrir sjónir brá;
það voru álfar úr hans bernskusögum
og yndisnætur frá hans þroskadögum.
Þar áttu, Hulda, bjarta bygð og fríða
í bláum hömrum yfir sljettri grund,
og upp hjá grænum hæðum þinna hlíða,
þar hef jeg forðum setið marga stund,
er vorið fagra blóma blæju sína
þar breiddi yfir töfrasali þína.
Og laungum hef jeg fundið sældar sæti
um sumarstund í þinni blómalaut,
og undrast þá, hvar útlegð dulist gæti
og ævi kvöld við þetta móðurskaut;
við ráðum fyrst með sjónum seinni ára,
hvað Saga markar rúnum blóðs og tára.
Og eins var stundum út frá þínum hæðum,
sem að mér lindir bæri huldaróð;
þar fjekk jeg ungur ást á fögrum kvæðum
og orti sjálfur fyrst mín bernsku ljóð,
og títt mjer skáldin tár á vánga súngu
með tign og afli minnar dýru túngu.
Og einatt sat jeg inst við fossinn bjarta
og unaðstóna hörpu þinnar naut;
þar saungstu mig að þínu heita hjarta
og hug minn allan lagðir þjer á skaut,
og mjer er síðan þraut við þögn að una
og þrái æ að heyra fossa duna.
Hver gleymir þjer, sem úngur einu sinni
með æskuvini hefur skjól þitt sótt
og drukkið hjá þjer allra álfa minni
í ástarkossum síðan marga nótt?
og mörgu þú að honum hvíslað lætur
um horfinn vin og bjartar sumarnætur.
Í öllum löndum helgar huldur búa,
er heilla oss um fögur sumarkvöld,
en þær ei nema æskuástum trúa
og armlög þeirra verða síðan köld,
og þá er eins og allar raddir hljómi
frá öðrum verum bæði að svið og rómi.
En þegar vorið gamla neista glæðir,
sem geingin ævi djúpt í huga fól,
þá leita jeg um hóla, skóg og hæðir
og hvar sem álfar geta fundið skjól,
en eingin hulda hefur í þeim búið,
sem huga mínum gæti frá þjer snúið.
Það er sem bjarmablik af ljósum þínum
mjer berist stundum enn á fjarra grund
og eins og birti yfir huga mínum,
er einn jeg sit um kyrra rökkurstund,
og mjer finnst þá jeg hulduóminn heyra
sem hvíslar eins og forðum ljóði í eyra.
í hópinn únga kríng um fróðan gest,
því gott var forðum ykkar vængjum undir
og enn er laungum þetta skjólið best,
þið vinir ástar, vinir allra ljóða
og verndarenglar huldulandsins góða.
Þið kunnið ennþá allar mínar sögur
og alt er geymt, sem mjer var forðum kært,
og orðin streyma ennþá létt og fögur
og allar raddir kveða hreint og skært,
og jeg er sjálfur, ungur eins og forðum
og alt er það í sínum gömlu skorðum.
Jeg man hve fyrri fyrir sjónum mínum
í fögrum ljóma álfabygðin stóð,
er hæðir Saga drap úr dróma sínum
og dularhamur leið af bjargaslóð
og sem úr móðu háar hallir runnu,
þar sem hulduljósin öllum kvöldum brunnu.
Er napur vetur nístir jörðu bera
og næturvindur pínir ýlustrá,
hjá þjer er, Hulda, værast þá að vera
og vor og sólskin þínum grundum á;
þá festir æskan fyrstu rætur sínar
sem fjallablóm við silfur lindir þínar.
En sögum sínum börnin einlægt breyta,
uns bæði þau og sagan verða ný,
og tvö og tvö, þau loks úr hópnum leita
og leynast þínum bjargafylgsnum í,
hið fyrsta sinn, er orðið best að eyra,
sem aungum nema þjer er leyft að heyra.
Og oft til þinna álfasala gánga
jeg aldinn vin á fögru kvöldi sá,
og æskubrosin vitja grárra vánga
er vinum horfnum fyrir sjónir brá;
það voru álfar úr hans bernskusögum
og yndisnætur frá hans þroskadögum.
Þar áttu, Hulda, bjarta bygð og fríða
í bláum hömrum yfir sljettri grund,
og upp hjá grænum hæðum þinna hlíða,
þar hef jeg forðum setið marga stund,
er vorið fagra blóma blæju sína
þar breiddi yfir töfrasali þína.
Og laungum hef jeg fundið sældar sæti
um sumarstund í þinni blómalaut,
og undrast þá, hvar útlegð dulist gæti
og ævi kvöld við þetta móðurskaut;
við ráðum fyrst með sjónum seinni ára,
hvað Saga markar rúnum blóðs og tára.
Og eins var stundum út frá þínum hæðum,
sem að mér lindir bæri huldaróð;
þar fjekk jeg ungur ást á fögrum kvæðum
og orti sjálfur fyrst mín bernsku ljóð,
og títt mjer skáldin tár á vánga súngu
með tign og afli minnar dýru túngu.
Og einatt sat jeg inst við fossinn bjarta
og unaðstóna hörpu þinnar naut;
þar saungstu mig að þínu heita hjarta
og hug minn allan lagðir þjer á skaut,
og mjer er síðan þraut við þögn að una
og þrái æ að heyra fossa duna.
Hver gleymir þjer, sem úngur einu sinni
með æskuvini hefur skjól þitt sótt
og drukkið hjá þjer allra álfa minni
í ástarkossum síðan marga nótt?
og mörgu þú að honum hvíslað lætur
um horfinn vin og bjartar sumarnætur.
Í öllum löndum helgar huldur búa,
er heilla oss um fögur sumarkvöld,
en þær ei nema æskuástum trúa
og armlög þeirra verða síðan köld,
og þá er eins og allar raddir hljómi
frá öðrum verum bæði að svið og rómi.
En þegar vorið gamla neista glæðir,
sem geingin ævi djúpt í huga fól,
þá leita jeg um hóla, skóg og hæðir
og hvar sem álfar geta fundið skjól,
en eingin hulda hefur í þeim búið,
sem huga mínum gæti frá þjer snúið.
Það er sem bjarmablik af ljósum þínum
mjer berist stundum enn á fjarra grund
og eins og birti yfir huga mínum,
er einn jeg sit um kyrra rökkurstund,
og mjer finnst þá jeg hulduóminn heyra
sem hvíslar eins og forðum ljóði í eyra.