Litli strákurinn með eldspýturnar
Á vordögum kemur litli strákurinn og kveikir í sinunni.
Eftir hann liggur sviðin jörð.
Sólin skín.
Það er heitt.
Sinan brennur.
Þetta er allt gert til að hjálpa komandi grösum.
Að vaxa, að dafna, að verða að blómi.
Lítil stúlka tekur blómið.
Litli strákurinn tekur það af henni.
Og borðar það,  
Steinn
1984 - ...


Ljóð eftir Stein

Ilmur
Kynlíf
Óskírt
Litli strákurinn með eldspýturnar
Fiskarnir