Reykjavík á rauðum morgni
Sólin gyllir þína veggi
þínar götur,
sem allar götur síðan
hér ég fann frið
og hefur fóstrað mína drauma.

Bergmálar fuglasöngur í sumrinu
bergmál sem dofnar
og verður að skrjáfandi laufskrúð hausts.
Veröldin verður loks sykurhvít
og sæt.

Eins og í glerkúlu
leika sér börnin við snjóflygsurnar
er falla á brosandi andlit
og sólbjartar sálir.

Klæða sig trén
hvítum pels, glitra
og roðna vegna athyglinnar við dagslok.

Húsin lifna við
og baða spegilmynd sína í tjörninni
og faðma að sér mannverurnar
sem eins og snjókornin
svífa inn í nóttina.
 
Gísli Friðrik Ágústsson
1976 - ...


Ljóð eftir Gísla Friðrik Ágústsson (gillimann@gmail.com)

Veðurfréttir
Ferðin heim
Flug í draumi
Reykjavík á rauðum morgni
Dánarfréttir og jarðarfarir
Sólarupprás kl rúmlega níu
Of kalt fyrir skrúðgöngu
Ástin er ekki til
Sílíkon
Einkaskilaboð frá Guði
Líf
Tímaflakkarinn
Föðurbetrungur
Kárahnjúkar: náttúrustemma
Fjögur líf á svipstundu
Áhrínsorð móður
Vandræðaleg augnablik.
Regndropar.
Dauðsfall á lagernum
Salt