Ljósastaur
Án ljósastauranna væri ekkert líf
ekkert ljós
engin sjón, ekkert

í fjarska sé ég lítið ljós
vonina set ég í annan gír
mér finnst ég stefna eitthvað

ljósið færist nær, ég sé það betur
ég set vonina í þriðja gír
stefnan er að verða markvissari

ljósið er ljósastaur, ég sé hann
set vonina í fjórða gír
það er hálfur kílómeter í hann

ég fann ljósastaur, það er til leið.
 
Benni Gröndal
1986 - ...
Tileinkað þeim sem vonlausir eru, vonin er þarna ef þú athugar, hún er til.


Ljóð eftir Benna Gröndal

Ljósastaur
Augun þín
Paradís
Flugan
Kynslóð nr. 2
Ósýnileg