Endurkast sólarinnar
Þó að þreytan sé alveg að vinna,
og augnlokin þyngist á ný.
Er ég smám saman farin að finna,
hvað það var sem ég kom mér í.
Hvert orð sem þú segir er grafið,
í hugsanir mínar og geymt.
Í hjarta mér ólgar nú hafið,
sem var mér um árabil gleymt.
Því þó að ég fái þig eigi,
og allaf svarirðu nei.
Munu söknuður, tár mín og tregi,
fylgja mér þar til ég dey.
og augnlokin þyngist á ný.
Er ég smám saman farin að finna,
hvað það var sem ég kom mér í.
Hvert orð sem þú segir er grafið,
í hugsanir mínar og geymt.
Í hjarta mér ólgar nú hafið,
sem var mér um árabil gleymt.
Því þó að ég fái þig eigi,
og allaf svarirðu nei.
Munu söknuður, tár mín og tregi,
fylgja mér þar til ég dey.