Hugleiðing líðandi stundar
Ég gæti hugsað mér að elska þig,
eiga með þér líf.
Án orða þú baðst mig um að fylgja þér,
í draumaheimi lét það eftir mér,
í sæluvímu svíf.

Sama hver þú ert,
sama hvað þú gerir,
þú veist það vel að ég mun bíða hér.
Alveg sama hvert,
heilir táraherir,
ég mun alltaf bíða eftir þér.

Hvort sem er í vöku eða svefni,
alla tíð í huga mér þú ert,
með bros á vörum nafnið þitt ég nefni,
læt þig leiða mig, alveg sama hvert.

Krafturinn kemur að innan,
það er þitt að láta hann koma í ljós.

Hvað er það við þig sem ég heillast af,
þetta litla hjarta mitt er illa sokkið,
sökk á kaf,
svo djúpt í dýpi ljóssins,
Og ljómann sem fylgir þér.

Lífið verður ekki verra en þú vilt hafa það,
þú ræður hvort þú brosir eða hlærð,
Opinberar tómarúmið í hjartanu,
eða létta strengi slærð.

Ef lína er falleg verður ljóðið gott,
ekki sætta þig við minna,
ekki láta freistast,
ekki særa neinn,
ekki sigla gegnum lífið,
án þess að upplifa neitt.

Endirinn læðist upp að þér,
öll við vitum að hann kemur,
Nýttu tímann sem þú færð með mér,
haltu í það sem þú hefur.

 
Sirrý
1986 - ...


Ljóð eftir Sirrý

Elskulega Systir
Endurkast sólarinnar
Hugleiðing líðandi stundar
Af hverju þig...?
Lífið \\ Dauðinn
Bróðurást
Elsku Hilma
Speisað
Fyrir svefninn
Söknuður
Til Raphaelu
Something in me
Lítil staðreynd
Ágengur forfallakennari
Finnur
G. S. P.
Til B.S.
Heimsendir
In case I die
Til Lilju veturinn 1999 - 2000
Óþolandi fólk
I promise
Dans Eilífðarinnar
Sárin gróa seint
Sms stökur
Til Lilju Aspar á 16 ára afmælinu
Siggi minn
Aðragandi síðasta vors
Hringrás lífsins
Líf mitt
Háfleygar hugsanir
Tómarúm
Anorexia Nervosa