Speisað
Sorgin nær tökum á hverjum sem er,
lítið við því að gera.
Lífinu lifum við það er hér,
vitum svo verður að vera.
Það ætíð mér fylgir um nætur og daga,
að efast um lífið og leita.
Undrast ég illgirni liðinna daga,
en engu tár mín þó breyta.
Sólin mun elska mig alla tíð,
um eilífð hún enni mitt kyssir.
En mannfólkið lifir á sora og níð,
enginn veit af hverju hann missi.
Á endanum erum við öll sömul ein,
svo njóttu þess vel sem þú hefur.
Sorgina, tárin og sálarmein,
samstundis hamingjan grefur.
Ef línan er falleg verður ljóðið gott,
lífið er ósköp svipað.
Til hvers að eltast við það sem fólki finnst flott?
Þú ein getur sálinni skipað,
að líða eins vel,
og brosinu sæmir,
ei fleiri verða tárin og dagar slæmir.
lítið við því að gera.
Lífinu lifum við það er hér,
vitum svo verður að vera.
Það ætíð mér fylgir um nætur og daga,
að efast um lífið og leita.
Undrast ég illgirni liðinna daga,
en engu tár mín þó breyta.
Sólin mun elska mig alla tíð,
um eilífð hún enni mitt kyssir.
En mannfólkið lifir á sora og níð,
enginn veit af hverju hann missi.
Á endanum erum við öll sömul ein,
svo njóttu þess vel sem þú hefur.
Sorgina, tárin og sálarmein,
samstundis hamingjan grefur.
Ef línan er falleg verður ljóðið gott,
lífið er ósköp svipað.
Til hvers að eltast við það sem fólki finnst flott?
Þú ein getur sálinni skipað,
að líða eins vel,
og brosinu sæmir,
ei fleiri verða tárin og dagar slæmir.