Sárin gróa seint
Fengi ég bros frá þér,
ef við hittumst á himnum?
Tækir þú eftir mér,
ef við hittumst á himnum?
Ég sé það nú,
að bara þú,
gast opnað mig, ég elskaði þig
og geri enn þá.

Myndir þú leiða mig,
ef við hittumst á himnum?
Mætti ég kyssa þig,
ef við hittumst á himnum?
Mig dreymir þig,
þétt upp við mig,
hvert kvöld ég græt og hugann læt,
til þín reika.

Tárin streyma enn - sárin gróa seint
Ég sé þig ekki í senn - sorginni get ei leynt.

Myndir þú þekkja mig,
ef við hittumst á himnum?
Gæti ég treyst á þig,
ef við hittumst á himnum?
Hvers vegna nú,
af hverju þú,
viltu bíða mín - uns ég kem til þín,
upp til himna?  
Sirrý
1986 - ...
Íslenskur texti við Tears in heaven.


Ljóð eftir Sirrý

Elskulega Systir
Endurkast sólarinnar
Hugleiðing líðandi stundar
Af hverju þig...?
Lífið \\ Dauðinn
Bróðurást
Elsku Hilma
Speisað
Fyrir svefninn
Söknuður
Til Raphaelu
Something in me
Lítil staðreynd
Ágengur forfallakennari
Finnur
G. S. P.
Til B.S.
Heimsendir
In case I die
Til Lilju veturinn 1999 - 2000
Óþolandi fólk
I promise
Dans Eilífðarinnar
Sárin gróa seint
Sms stökur
Til Lilju Aspar á 16 ára afmælinu
Siggi minn
Aðragandi síðasta vors
Hringrás lífsins
Líf mitt
Háfleygar hugsanir
Tómarúm
Anorexia Nervosa