Aðragandi síðasta vors
Tilfinningarnar hlaðast upp,
hvað á ég nú að gera?
Ég elska hann en ég dýrka þig,
hvort á ástin að vera?

Hann hefur verið mér eitt og allt,
lengur en nokkurn grunar.
Fylgir mér gegnum heitt og kalt,
ástin hans öllu mig munar.

Hvað er það þá sem mig dregur að þér,
ef hann er allt sem ég þarfnast?
Hvað setti af stað inní hjartanu á mér,
hugsanir dæmdar, hvernig sem farnast?

Löngunin magnast með sekúndu hverri,
tekur þetta engan enda?
Lygarnar verða alltaf verri og verri,
guð minn eini, hvar mun ég lenda?

Í gær var ég þar en nú er ég hér,
ótrúlegt hvernig allt gengur.
Í gærnótt með honum en núna með þér,
ég ræð ekki við þetta lengur.

Hjartað að kólna og samviskan svört,
svikin og prettirnar virka.
Fyrir löngu er horfin mér vonin björt,
syndirnar hylja nú sál mína myrka.

Sérðu ekki til hvers þú ætlast af mér,
þetta er ekki lengur gaman.
Ég get ekki verið alltaf með þér,
hann veit ekki að við erum saman.

Mig skorti kjark og mig skorti þor,
til að segja honum satt um þig.
Það er mér að kenna að snemma í vor,
kvaddi hann þennan heim - og mig.  
Sirrý
1986 - ...


Ljóð eftir Sirrý

Elskulega Systir
Endurkast sólarinnar
Hugleiðing líðandi stundar
Af hverju þig...?
Lífið \\ Dauðinn
Bróðurást
Elsku Hilma
Speisað
Fyrir svefninn
Söknuður
Til Raphaelu
Something in me
Lítil staðreynd
Ágengur forfallakennari
Finnur
G. S. P.
Til B.S.
Heimsendir
In case I die
Til Lilju veturinn 1999 - 2000
Óþolandi fólk
I promise
Dans Eilífðarinnar
Sárin gróa seint
Sms stökur
Til Lilju Aspar á 16 ára afmælinu
Siggi minn
Aðragandi síðasta vors
Hringrás lífsins
Líf mitt
Háfleygar hugsanir
Tómarúm
Anorexia Nervosa