DRAUMALANDIÐ
Draumalandið

Ég hverfa vil í uppdiktaðan heim
Hamingjan er þar á hverri grein
Í fantasíu næ að fanga þig
Fögur ertu þar og elskar mig

Svo tekur tómið við og tilgangsleysið
fordómar og skilningsleysi
Ekkert er sem áður var
aldrei fær ég svar, aldrei fæ ég svar

Þá líð ég aftur inn í daumaland
þar skipinu er ekki siglt í strand
Við göngum saman gæfuríka leið
Ég fagna þín og ávallt þín ég beið

En að lokum tókst að sameina
Illúsjónir og raunleika
allt er fært á betri veg
En horfin ertu á braut
 
Hrævareldur
1976 - ...


Ljóð eftir Hrævareld

EFTIR HÖFÐINU dansa limirnir
Ó, SÝNDU MÉR VEGINN
DRAUMALANDIÐ
ENGILSPRETTUR DANSA
HUNDADAGAKONUNGUR
FJÁRSJÓÐSKISTAN
\"THE LUCK OF LIFE\"