HUNDADAGAKONUNGUR
Merkisdagar voru þegar
Hundadagakonungur var við lýði
Menn hrukku í kút
En tóku samt við honum
Það var ei við fagnaðarkliði

Hann þrammaði við Reykjavíkurtjörnina
Og Hljómskálagarðinn
Hann ætlaði sér að eignast
Ísland hið góða
Og sagði : Ég er stríðshetjan stóra

Hann titlaði sig sem konung
Og sagði : Ég á Ísland hið góða
En konurnar vildu gefa honum löðrung
Að hann færi voru þær að vona

Hann setti sig á háan hest og sagði
Ég leik krók á móti bragði
Þrammaði eins og stríðshetja og tilkynnti öllum
Ísland ég lagði

Jörundur hundadagakonungur
Var ei lengi við lýði
Samt var hann hetja og mikill skörungur
Að lokum hann flúði

 
Hrævareldur
1976 - ...


Ljóð eftir Hrævareld

EFTIR HÖFÐINU dansa limirnir
Ó, SÝNDU MÉR VEGINN
DRAUMALANDIÐ
ENGILSPRETTUR DANSA
HUNDADAGAKONUNGUR
FJÁRSJÓÐSKISTAN
\"THE LUCK OF LIFE\"