

Vindinn lægir, allt er hljótt,
fulgar himins þagna,
senn á enda dagbjört nótt
en enginn virðist fagna.
Sorg og reiði fyllir menn,
augun fyllast tárum,
sólin rís þó dimmir enn
og hjartað er í sárum.
Þrítugasti' og fyrsti Maí,
sálin í mér marin
Því í kjallara í Vesturbæ
er lítil stúlka farin.
fulgar himins þagna,
senn á enda dagbjört nótt
en enginn virðist fagna.
Sorg og reiði fyllir menn,
augun fyllast tárum,
sólin rís þó dimmir enn
og hjartað er í sárum.
Þrítugasti' og fyrsti Maí,
sálin í mér marin
Því í kjallara í Vesturbæ
er lítil stúlka farin.
Ég samdi þetta ljóð þegar ég frétti að litla frænka mín hefði dáið....