Vélmennið
Ég vinn,
ég vinn við að tala í síma,
ég er ekki persóna,
ég ér rödd,
rödd vélmennis sem er stillt
á að vera leiðinlegt
og gera það sama
aftur og aftur.
ég sit og tala hugsunarlaust.
En á meðan vélmenið vinnur í mér
þá læt ég hugann,
hugann reyka,
reyka frá símanum,
út fyrir húsið,
út fyrir akureyri,
út fyrir heiminn,
inn í minn heim,
þar er ég frjáls,
frjáls frá öllu
og frjáls frá vélmenninu.
 
Sif Rink lést 8 Júlí 2014
1984 - ...


Ljóð eftir Sif Rink lést 8 Júlí 2014

Veruleikinn
Vesæll
Vélmennið
Húðin
Hefur þú pælt