Bráðfalleg, bráðkvödd
Finn á mér,
finn að fjandinn er laus,
dreg sængina upp fyrir haus.
Fel mig, flý ofan í hlýjuna,
bægi burt draumnum um glerið,
sem brotnaði.
Sem stakkst inn í öxlina,
rann niður handlegginn
en særði mig ekki.
Ósæranleg,
sef ég vært.
finn að fjandinn er laus,
dreg sængina upp fyrir haus.
Fel mig, flý ofan í hlýjuna,
bægi burt draumnum um glerið,
sem brotnaði.
Sem stakkst inn í öxlina,
rann niður handlegginn
en særði mig ekki.
Ósæranleg,
sef ég vært.