Bráðfalleg, bráðkvödd
Finn á mér,
finn að fjandinn er laus,
dreg sængina upp fyrir haus.

Fel mig, flý ofan í hlýjuna,
bægi burt draumnum um glerið,
sem brotnaði.

Sem stakkst inn í öxlina,
rann niður handlegginn
en særði mig ekki.

Ósæranleg,
sef ég vært.  
Edda
1979 - ...


Ljóð eftir Eddu

Hugsjónamaður
Special K
Bráðfalleg, bráðkvödd
flóttamaður
Loksins,loksins!
klárlega glæður
Morgunógleði
ég hlusta ekki
jón jónsson
Ekki lengur nýmóðins
Ég man ekki hvað hún heitir
Annar en er
Án titils
við munum öll sofa á grasinu
Án titils
Gegnum glerið
Án titils