Uppskrift
Ef maður tekur tvö meðalþroskuð Washington Delicious epli
og sökkvir þeim í fiskabúr nágrannans undir geisla vasaljóssins
og bætir út í einni Campbells Cream of Chicken súpu
og syngur úkraínska þjóðsönginn

Hefur maður sóað tveimur ágætis eplum,
einni súpu
og sennilega drepið alla fiskana.  
Steingrímur Karl Teague
1983 - ...


Ljóð eftir Steingrím Karl Teague

Hógvær tillaga leikmanns
Uppskrift
Bart Simpson
Ekki hundum bjóðandi
Séð og Heyrt
Hárbeitt þjóðfélagsrýni