Ekki hundum bjóðandi
Hundurinn hrapar nú
í tilraunaskyni niður úr skýjunum
með fyrstu fallhlíf í heimi
bundna við loðinn skrokkinn

Vindurinn í flaksandi eyrum hans
er beint framhald af opnum hleranum
Handleggnum sem henti spýtunni út
og röddinni sem sagði:

„Sæktu.“  
Steingrímur Karl Teague
1983 - ...


Ljóð eftir Steingrím Karl Teague

Hógvær tillaga leikmanns
Uppskrift
Bart Simpson
Ekki hundum bjóðandi
Séð og Heyrt
Hárbeitt þjóðfélagsrýni