

Hundurinn hrapar nú
í tilraunaskyni niður úr skýjunum
með fyrstu fallhlíf í heimi
bundna við loðinn skrokkinn
Vindurinn í flaksandi eyrum hans
er beint framhald af opnum hleranum
Handleggnum sem henti spýtunni út
og röddinni sem sagði:
„Sæktu.“
í tilraunaskyni niður úr skýjunum
með fyrstu fallhlíf í heimi
bundna við loðinn skrokkinn
Vindurinn í flaksandi eyrum hans
er beint framhald af opnum hleranum
Handleggnum sem henti spýtunni út
og röddinni sem sagði:
„Sæktu.“