brotinn persónuleiki
ljóshærð og bláeygð
aðeins sex ára gömul
og dreymdi draum hverrar stelpu

hún óx og draumarnir með
draumarnir létu bíða eftir sér
þar til hún hætti að bíða

eitthvað innra með henni brast
hún byssuna tók og setti í fang sér
kjarkinn brast, ef nokkur var

skrímslið kom fram
hún ýtti því til hliðar
þar til það yfirtók að lokum

í dag býr í henni skrímsli
hún sjálf er undir því
og bíður í offvæni eftir dauða sínum  
forystugeitin
1983 - ...


Ljóð eftir forystugeitina

Ástarsorg
Edrúlífið er svo magnað
hafgyðjan
brotinn persónuleiki
grámygla
á ný
látin
án orða
sumir halda...
fortíðar glamur
alone