grámygla
Ég vakna og horfi á grámyglulegan hversdagsleikann vinka mér fyrir utan gluggann.
Sýnist hann hafa lítið breyst.

Það bankar einhver á þakið, eða er þetta guð að gráta og minna mig þannig á áþján heimsins?

Ég spyr guð en fæ ekkert svar. Eitt sinn hefði ég heyrt svarið en núna hefur sambandið slitnað og bíður eftir viðgerðum.  
forystugeitin
1983 - ...


Ljóð eftir forystugeitina

Ástarsorg
Edrúlífið er svo magnað
hafgyðjan
brotinn persónuleiki
grámygla
á ný
látin
án orða
sumir halda...
fortíðar glamur
alone