Huldur
Djúpt í hafi
í höll af rafi
Huldur býr,
bjart er trafið,
blæjan skír.
Oft í logni
á ljósu sogni
langspilið hún knýr,
sindrar silfurvír.
Raular undir
Rán í blundi
rótt og vægt,
lognið sprundi
ljúft er þægt,
og í draumi
undirstraumur
ymur stillt og hægt,
haf er fagurfægt.
En í kalda
er kvikar alda
kreppist glær,
hærri galdur
Huldur slær:
strengir hlymja,
hrannir glymja
hvítar nær og fjær,
rymur sollinn sær.
Trúi eg leiki
Faldafeyki
fiðlan snjöll,
eru á reiki
rastafjöll,
Ægisdætur
fima fætur
flytja um báruvöll,
byltast boðaföll.
Dunar sláttur,
dýrri er háttur
drósar brags,
tekur hún brátt
til Tröllaslags:
Magnast stormur,
Miðgarðsormur
makka kembir fax,
kenna knerrir blaks.
Meðan veður
valköst hleður
vogs um tún,
Huldur kveður
hafs í brún,
inn á víkum
yfir líkum
einnig syngur hún
marga rauna rún.
Óm af hreimi
galdurs geymi
gígjan þá,
dregur hún seiminn
djúpt í sjá,
treinist lengi
tón, og strengir
titra eftir á
dult í djúpi blá.
í höll af rafi
Huldur býr,
bjart er trafið,
blæjan skír.
Oft í logni
á ljósu sogni
langspilið hún knýr,
sindrar silfurvír.
Raular undir
Rán í blundi
rótt og vægt,
lognið sprundi
ljúft er þægt,
og í draumi
undirstraumur
ymur stillt og hægt,
haf er fagurfægt.
En í kalda
er kvikar alda
kreppist glær,
hærri galdur
Huldur slær:
strengir hlymja,
hrannir glymja
hvítar nær og fjær,
rymur sollinn sær.
Trúi eg leiki
Faldafeyki
fiðlan snjöll,
eru á reiki
rastafjöll,
Ægisdætur
fima fætur
flytja um báruvöll,
byltast boðaföll.
Dunar sláttur,
dýrri er háttur
drósar brags,
tekur hún brátt
til Tröllaslags:
Magnast stormur,
Miðgarðsormur
makka kembir fax,
kenna knerrir blaks.
Meðan veður
valköst hleður
vogs um tún,
Huldur kveður
hafs í brún,
inn á víkum
yfir líkum
einnig syngur hún
marga rauna rún.
Óm af hreimi
galdurs geymi
gígjan þá,
dregur hún seiminn
djúpt í sjá,
treinist lengi
tón, og strengir
titra eftir á
dult í djúpi blá.