

Blundar nú sólin
í bárunnar sæng;
húmskuggar læðast
frá haustnætur væng,
sveipa í svörtu
hinn sofandi dag.
En andvarinn kveður
hans útfararlag.
Haukar á hamri,
hrafnar í tó
hlusta nú hnípnir
á hljóðið, sem dó.
Langanir, sem leita
að ljósinu enn,
detta niðr um myrkrið
sem drukknandi menn.
í bárunnar sæng;
húmskuggar læðast
frá haustnætur væng,
sveipa í svörtu
hinn sofandi dag.
En andvarinn kveður
hans útfararlag.
Haukar á hamri,
hrafnar í tó
hlusta nú hnípnir
á hljóðið, sem dó.
Langanir, sem leita
að ljósinu enn,
detta niðr um myrkrið
sem drukknandi menn.