Þjóðskáldið
Hunangsflugan blóm af blómi
bjartan flaug um sumardag,
hitti fjólu á haugi eina,
henni flutti ástarbrag.

Maðkaflugum fannst það skrítið
að fjólan, þessi tildursmíð,
hlyti söng - og sögðu reiðar:
Svona ljóð er þjóðarníð!

Jötunuxinn hafði heyrt það.
„Heyrið“, sagði'ann, „annað lag“!
Hóf svo söng um haugsins gæði
helgan feðra-mykjubrag.

Hrifnar allar haugsins flugur
hlustuðu á hans mykjuóð:
Þetta er köllun, þarna er andi.
Þessi kann að yrkja ljóð!

Hvert hans orð er eins og meitlað
út úr vorum mykju-daun,
ættlands prýði, haugsins heiður
hljóttu þökk - og skáldalaun!  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka