Bak við hafið
Auðn og myrkur! - Aldan stynur
ömurleg við kaldan sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.

Og hann sigldi út á hafið,
ólmur vindur þandi voð.
Skjótt gekk ferð - á firði miðjum
feigðaraldan hvolfdi gnoð.

Kuldalega báran byltir
bleiku líki upp við sand.
Bak við hafið, bak við hafið
bíður fagurt draumaland.  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka