Leita landa!
Leita landa! Leita landa!
Trúa á skýin, treysta á hafið,
tefla um líf við stormsins vél!
Sjá í fjarska sólu vafið
sælla land - er glottir hel.
Heyra í gegnum hafsins nið
hærri tóna dýpri frið.
Leita landa!

Leita landa! Leita landa!
Fylgja stjörnu langar leiðir,
lengra máske en draumar eygja
yfir dimm og ókunn höf.
Aldrei lækka, aldrei sveigja
eiga bros ef dauðinn breiðir
kaldan faðm - sem gleymda gröf.
Leita landa!  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka