Blundar nú sólin
Blundar nú sólin
í bárunnar sæng;
húmskuggar læðast
frá haustnætur væng,

sveipa í svörtu
hinn sofandi dag.
En andvarinn kveður
hans útfararlag.

Haukar á hamri,
hrafnar í tó
hlusta nú hnípnir
á hljóðið, sem dó.

Langanir, sem leita
að ljósinu enn,
detta niðr um myrkrið
sem drukknandi menn.  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka