Húsafluga
Þú flýgur í kringum mig
talar til mín á tungu sem ég skil ekki
þú flýgur í óstöðuga hring
það er eins og þú sért að leita að einhverju
ertu að leita að einhverju?
eða ertu kannski bara að pirra mig,
fá mig til að drepa þig
fá mig til að stytta leiðinlegt og tilgangslaust líf þitt
losna út úr heimi fýlu og andúðar
ef svo er, þá er ég reiðubúinn til að hjálpa
ég gríp þig á lofti og krem þig í lófa mér
ég opna ekki hendina en horfi magnþrungið á hana
kraftur lúkunnar linast og ég opna hana
til að sjá leifarnar af þér
en þú ert ekki þar
þú ert enn að leita  
Áki Snær Erlingsson
1985 - ...


Ljóð eftir Áka Snæ Erlingsson

Húsafluga
Blaðra
Gildi tímans
Taktu þér leynismók
Myrkuraugun
Trúðakassinn