Trúðakassinn
Eins og trúður upp úr kassa
Ég hlæ eins og hálfviti
Málaður í asnalegum litum
Til að gefa tilfinningunni kraft

Eins og trúður upp úr kassa
Ég dilli höfðinu
Til að braka í hálsinum
Gera mann brjálæðislega pirraðann

Eins og trúður upp úr kassa
Ég stekk og öskra
Til að hræða mann
Og hlæ svo eins og hálfviti

Ég dilli höfðinu
Braka í hálsinum
Hlæ eins og trúður upp úr kassa
Og maður tekur mig úr kassanum
Rífur haus frá gorm
Og þakkar prakkaranum pent fyrir gjöfina  
Áki Snær Erlingsson
1985 - ...


Ljóð eftir Áka Snæ Erlingsson

Húsafluga
Blaðra
Gildi tímans
Taktu þér leynismók
Myrkuraugun
Trúðakassinn