Myrkuraugun
Neonlýsandi augun
Stara á þig í myrkrinu
Elta augu þín
Hvert sem þú lítur

Þegar þú kveikir ljósið
Feida þau út
Og líta út eins og hálfgegnsæ drulla
En þegar þú slekkur á ný
Og allt er orðið niðadimmt
Þá stara þau sem áður

Ég ráðlegg þér bara
Að horfa ekki í ljósið
Þegar þú lokar augunum
 
Áki Snær Erlingsson
1985 - ...
þetta var nú bara þannig að ég var að reyna að lesa ofvitann eftir þórberg þórðars þegar ég hafði óvart litið í ljósið og lokað augunum. Óþolandi blettur þvældist fyrir lestrinum og kom mér þetta ljóð því í hug


Ljóð eftir Áka Snæ Erlingsson

Húsafluga
Blaðra
Gildi tímans
Taktu þér leynismók
Myrkuraugun
Trúðakassinn