

ég steig út úr lestinni
heyrði hörpuleikinn hljóma
sá tvö þeldökk englabörn
í hvítum klæðum
allt fullt af sálum
í ranghölum himnaríkis
tók rúllustigann
aftur upp til helvítis
heyrði hörpuleikinn hljóma
sá tvö þeldökk englabörn
í hvítum klæðum
allt fullt af sálum
í ranghölum himnaríkis
tók rúllustigann
aftur upp til helvítis
maí 2004 í London