Ballaða á orgel í d-moll
Í dag lyktaði ég eins og ugla
og svo eins og múlasni
þú gafst mér hornauga
voru augun ekki öll úti með vettlinga, trefla og gleraugu
þú sagðir hæ
angurværir næturgalar syngja í botn
kríusönginn sem þú dáðir
svo kom annar og annar eftir það
sálmarnir í gríð og erg
og orgelið bilað
engir tónsmiðir nema eyra þitt
sem nemur tíðni stjarnanna
mengað andrúmsloftið
meig í fjörubotninn
og svo eins og múlasni
þú gafst mér hornauga
voru augun ekki öll úti með vettlinga, trefla og gleraugu
þú sagðir hæ
angurværir næturgalar syngja í botn
kríusönginn sem þú dáðir
svo kom annar og annar eftir það
sálmarnir í gríð og erg
og orgelið bilað
engir tónsmiðir nema eyra þitt
sem nemur tíðni stjarnanna
mengað andrúmsloftið
meig í fjörubotninn