Tíu dagar tára
Hún var svo falleg þetta kvöld...

En það hafa liðið tíu dagar síðan

...Hún brosti til mín, ég sver það...

Og hver og einn hefur verið verri
en sá sem á undan fór.

...Og síðan dansaði hún við strákana,
hvern á fætur öðrum...

mér finnst einsog það hafi liðið tíu ár

...alla nema mig...

Og ég hef ekki getað sofið

...en hún brosti ekki til þeirra...

því að á nóttuni hugsa ég um hana

...ég fylgdist með henni allann tímann,
meðan hún dansaði...

Ég sé hana allstaðar

...Hún snérist og sveiflaðist, það glampaði af hringnum hennar...

En það er alltaf einhver önnur stelpa, einhver sem hefur sama svarta hárið eða rauða regnjakkann

...en allt kvöldið var hún sorgmædd á svipinn, nema þegar hún brosti til mín...

ég get ekki hætt að hugsa um hana

...Svo hljóp hún út grátandi..

ég get það ekki

...svo fannst hún morguninn eftir,
hún var búin að hengja sig.

En alltaf þegar ég loka augunum sé ég hana dansa, sé hárið sveiflast, sé glampa á tárin sem hún hafði í augunum.  
Kisa
1987 - ...


Ljóð eftir Kisu

Dimman
Rauðhetta
Einbúinn
Nátttröll
til?
Uppgjöf
Jólasería
Tíu dagar tára
Óskastund
Life
Sweet little countrymouse
Material Girl
Lov-e
Machine girl